Færslur

Sýnir færslur frá 2018

Engar vampírur hér - nóg af hvítlauk

Mynd
Stór hluti af hvítlauksuppskerunni 2018 Þessir laukar voru settir niður um mánaðamótin sept/okt 2017: Nokkrir stórir og fínir lífrænir ítalskir laukar keyptir í Frú Laugu, aðeins stórir og fínir geirar notaðir. Trúlega um 80 geirar. Topadrome.  Þrír franskir laukar, ekki stórir. 18 frekar stórir og fallegir geirar. Therador.  Tveir franskir laukar. 24 misstórir geirar sem litu ágætlega út. Unikat. Tveir grískir laukar. 24 frekar litlir geirar, misfallegir, margir ágætir. Germidour 2 franskir laukar. 9 stórir geirar. Messidor  Einn franskur laukur, fimm stórir geirar. Thermidrome  Tveir franskir laukar, 17 misstórir, margir mjög stórir geirar sem þola mikið frost. Laukurinn hefur verið tekinn upp í nokkrum áföngum og enn er eitthvað eftir í görðunum. Margir laukarnir eru frekar litlir. Kannski er það tíðarfarið. Frost lengi í jörðu. Örfáir sólardagar fram í ágúst en nóg af rigningu. Ítalski laukurinn frá Frú Laugu kom einna best út. ...

Baráttan um berin

Mynd
Á Skyggnissteini eru margir berjarunnar. Nokkrar tegundir af sólberjum, rifsberjum, hlíðaramal, stikilsberjum, h askap, hindberjum, jarðarberjum úti og í óupphituðu gróðurhúsi, vínber, hindber og amerísk bláber. Það er ágæt uppskera af berjunum sem eru inni, þó við þurfum oft að reka út fugla. Það hefur oft verið litið eftir á runnunum úti efir að fuglarnir eru búnir að fá sitt áður en þau þroskast almennilega. Ég hef alltaf dáðst að fuglum. Mér er samt ekki eins hlýtt til sumra þeirra og áður. Það er allt fullt af berjum hér allt í kring og það virðist ekki vera hægt að semja við þá um jöfn skipti á þeim sem við erum að rækta. Við höfum prófað að hengja í runnana geisladiska og álpappír. Gert misheppnaða fuglahræðu. En ekkert gengur. Nú er verið að gera eina tilraun enn til að setja net fyrir hlíðaramallinn. Enn er eitthvað smá eftir af sólberjum og rifsberjum. Þannig að við erum byrjuð að taka þau inn þó þau séu illa þroskuð í von um að þau þroskist  áfram....

Röð viðburða - tengsl vistræktar og menningar

Mynd
Jurtir og myndlist 21. júlí    Karlotta Blöndal og Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og tónlist     28. júlí    Pétur Eggertsson og Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og jóga        11. ágúst  Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir og Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og vinnsla   25. ágúst  Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og myndlist Karlotta Blöndal karlottablondal.net og Dagný Guðmundsdóttir Karlotta Blöndal er myndlistarkona sem hefur unnið umhvefisverk og gjörninga. Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr). Þér er boðið til okkar laugardaginn 21. júlí að fræðast og njóta myndlistar og náttúru.  Karlotta mun fara með ykkur í myndlistarferðalag um land Skyggnissteins. Dagný sýnir ræktunina, segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir- og ræktaðar. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum o...

Grenisprotar namm

Mynd
Eitt vorið komu í heimsókn fjölskyldur frá Noregi og Kanada sem báðar spurðu hvort við notuðum ekki grenisprotana. Við höfðum aldrei heyrt um það.  Í fyrra var lögð sérstök áhersla á tilraunir með grenisprota. Googluðum Spruce tips. Fundum endalausar uppskriftir. Það þarf að taka sprotana þegar þeir eru litlir og ljósir. Einhvers staðar stóð að maður ætti að ganga um og smakka sig áfram.  Ef þeir eru góðir þá notar þú þá. Þeir hafa ferskt, sætt sítrónubragð. Að sjálfsögðu þarf að huga að því að þetta eru vaxtarsprotar og hefur áhrif á vöxtinn. Sprotarnir eru góðir á salat. Fínir í alls konar eftirrétti, te, síróp, edik, salt og margt fleira. Það er lika sagt að þeir séu hollir. Aðgengilegt c vitamín snemma á vorin. Um að gera að leita að uppskriftum og prófa sig áfram.

Þegar hænurnar gerðu uppreisn

Mynd
Ein hænan vildi liggja á, en við vildum ekki leyfa henni að unga út. Við opnuðum hliðina á varphólfinu og sögðum: Farðu út! Í fyrsta skiptið var ýtt smá við henni en í næstu skipti þurfti bara að opna og segja henni að fara út. Í hvert skipti sem þetta var gert trylltist hún, öskraði og öskraði. Haninn kom hlaupandi og allar hænurnar á eftir honum, allt í uppnámi. Loks gafst hún upp. Svo hættu að koma egg eða þeim fækkaði mikið. Það er vor og þær frjálsar úti, varpið ætti ekki að minnka núna. Okkur grunaði að þær væru farnar að verpa úti, við leituðum mikið án árangurs. Í   dag átti að snúa í safnkassanum. Þá blöstu eggin við. Það var gert aldurspróf á eggjunum. Þau sett í kalt vatn og sjá - þau flutu ekki og það þýðir að þau eru heil. Það hefur verið kalt undanfarið en ekki frosið í safnkassanum. Þannig að nú eru komin 18 egg í ísskápinn. Gæða bakstur er með leiðbeiningar um hvernig hægt er að sjá hvað egg eru gömul og hvort þau eru skemmd.

Vatnið soðið - best að fara út og sækja aspasinn

Mynd
Heyrst hefur að það eigi helst að vera búið að setja vatnið í suðu þegar aspasinn er skorinn. Þannig er hann bestur. Við erum búin að borða fyrsta aspas vorsins á Skyggnissteini. Hann var góður. Í fyrra fengum við aspas aftur og aftur. Það væri gott að eiga fleiri plöntur þannig að við fengum meira magn í einu. Höfum ekki farið út í að sá fyrir aspas og það hefur gengið illa að kaupa nýjar rætur. Af hverju er ekki almennileg aspasframleiðsla á Íslandi? Þetta er ferskvara sem þolir illa geymslu. Við erum með okkar í óupphituðu gróðurhúsi. Vilmundur Hansen skrifaði grein um aspas í Bændablaðið 27. apríl 2018.

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Mynd
Í janúar eru fræin skoðuð, í febrúar aðeins byrjað að sá. Aukinn kraftur í mars og í apríl fer allt á fullt, allt eftir hvað á við hverja tegund. Í maí og júni er mest sáð beint út. Til að byrja með sáum við í bakka, notum mikið ísbox, tvö saman, götum vel botninn á efra boxinu. Setjum góða gróðurmold í boxið og síðan sáðmold. Vatn í neðra boxið og gefum moldinni tíma til að drekka í sig vatnið. Þegar moldin er orðin vel rök sáum við í hana eftir leiðbeiningum á pakkanum. Leggjum dagblöð eða plast yfir boxin til að halda jöfnum raka á meðan verið er að spíra. Þegar fer að þrengja að plöntunum priklum við þær þ.e. setjum hverja plöntu í sér uppeldispott. Kosturinn við að sá í bakka er að þeir taka minna pláss en ef við sáum í potta strax. Á meðan enn er frost og kuldi verðum við að rækta í íbúðarhúsinu og það er ekki stórt. Þegar hlýnar höfum við plönturnar í gróðurskálanum og notum olíufylltan ofn til að skerpa á hitanum ef þess þarf. Þá er lika freistandi að sá beint í po...

Áningarstaður við Tungufljótið tæra

Mynd
Frá frístundalandi með bústað og ræktunarsvæði á Skyggnissteini er stutt gönguleið að Tungufljóti með einkennilega þungan, seiðandi nið. Bjarnarfell, Bláfell, Haukadalsskógur og Geysir ramma inn villtan, gróskumikinn gróðurinn, þar sem skiptast á gjöfulir lyngmóar, votlendi og blóm á fljótsbakkanum. Þar er gott að hreiðra um sig, fá sér bita og láta engan vita. Dagný og Siggi veita leiðsögn um landið og eitthvað að bíta og brenna ef óskað er. Þau vilja standa vörð um lífríkið við fljótið fyrir fólk, til að sækja orku í frið og ró í fagurri náttúru.

Að vera eða vera ekki á smáræðismörkum

Mynd
Á Skyggnissteini er sjálfsþurftarbúskapur nú aðalatvinnugreinin. Fjölbreyttar afurðir ræktaðar og eldað ofan í heimilisfólk, vini og vandamenn. En ... það er líka tekið á móti gestum, þeim veittur beini og spjallað um þessa heima og geima, t.d. á námskeiði eins og Jurtir og jóga . Allt er þetta undir smáræðismörkum  í anda reglugerðar frá 2012. Þannig styðja gestir "lókal og fair-trade" aukabúgrein framleiðanda sem ekki þarf að leggja í mikinn kostnað meðan umfangið er ekki meira. Iceland Traveller kom í heimsókn með breskt mataráhugafólk. Ætigarður í uppsveitum  í Bændablaðinu 26. ágúst 2017  segir skemmtilega frá þessu öllu.

Vaxið skógi eyðist landið ekki - en hvað með virkjun?

Mynd
Haukadalsskógur blasir við Skyggnissteini handan Tungufljóts í allri sinni dýrð, eftir alger umskipti á einum mannsaldri. Myndin er tekin frá Skyggnissteini. Handan Tungufljóts sést hluti Haukadalsskógar og Bjarnarfell í baksýn. Geysissvæðið á vinstri jaðri. Þegar  óveðursský seinni heimsstyrjaldarinnar voru að hrannast upp var svo komið þegar hvessti að jarðvegurinn þyrlaðist upp úr margra metra þykkum rofabörðum. Íslandsvinurinn Kristian Kirk kom þá til bjargar, keypti landið árið 1938 og gaf Skógrækt ríkisins til skógræktar og landverndar 1940. Kirk þekkti hvernig uppgræðsla hefti landbrot á sendnum ströndum Danmerkur og vissi að vaxið skógi eyðist landið ekki. Það skýtur skökku við að hluta þessa lands Skógræktarinnar hefur verið ráðstafað undir stíflu, lón og veituskurði við virkjun HS Orku. Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Landvernd kærðu  framkvæmdaleyfið  og telja "framkvæmdina vera í algerri andstöðu við ákvæði gjafabréfs Kristian Kirk." Á myndinni...

Og það varð ljós - svolítið bleikt ...

Mynd
Við höldum kertaafgöngum til haga með það að markmiði að endurvinna þá.  Um daginn fannst gamall poki með kertaafgöngum þannig að pokarnir voru orðnir tveir. Þá var ekki til setunnar boðið. Græni froskurinn er með  ágæta lýsingu á því hvernig hægt er að steypa kerti. Kertaafgangarnir voru aðallega ljósir, eitt blátt kerti og svo rauðleit. Það er ekki út af engu sem við þurfum að passa borðin og dúkana þegar við brennum rauð kerti. Rosalega er þetta sterkur litur.

Skyldi hvítlaukurinn fúna undir klakabrynjunni?

Mynd
Hvítlauksuppskeran í fyrrasumar var mikil og góð. Um mánaðamótin sept./okt. settum við fjölda hvítlauka af mörgum tegundum niður í mismunandi beð, gróðurkassa, með eplatrjánum og í hraukinn (hugelkúltúrinn). Það eru mjög margar plöntur sem talið er að vilji vaxa með hvítlauk. Við vorum full bjartsýni  og hlökkuðum til uppskeru næsta árs.  Nú erum við  ekki eins bjartsýn. Fyrst snjóaði mjög mikið, svo kom þíða, en ekki nóg til að frost færi úr jörðu. Þá myndaðist klakabrynja og aftur snjóaði yfir hana. Við þessar aðstæður  er hætta á að laukurinn fúni undir klakanum. Til öryggis ákváðum við í lok febrúar að setja niður nokkra hvítlauka. Svona ef allt fer á versta veg. Okkur finnst borga sig að kaupa hvítlauk þó enn sé mikið til af eigin ræktun. Laukarnir okkar ná sjaldan fullri stærð og betra að setja niður vel stóra geira.  Við höfum áður sett hvítlauk niður að vori. Þá í stóra blómapotta. Það hefur gengið vel en laukurinn verið frekar ...

Fallegt verkfæri til að gera blómapotta úr dagblöðum

Mynd
Falleg verkfæri eru heillandi. Hjá Garðyrkjufélaginu féll ég algjörlega fyrir verkfæri sem er til að auðvelda blómapottagerð úr dagblöðum. Verkfærið hefur nýst vel, því það er ótrúlegt hvað þarf mikið af litlum pottum til að prikla í. Það er hægt að útbúa potta á meðan horft er á sjónvarp og hlustað á útvarp. Gestir hafa stundum tekið að sér að gera potta. Níu ára barnabarn var mjög duglegt í pottagerðinni. Þegar plantan er tilbúin til að fara út í beð er ágætt að opna pottinn aðeins með því að taka hluta af pappírnum í burtu eða rífa upp í hann. Það er ekki víst að þetta skipti máli. Við þurfum mikið af pottum í mörgum stærðum. Allir pottar sem koma hingað eru þvegnir og endurnýttir. Stundum fáum við hrúgur af gömlum pottum frá vinum sem nýtast vel. Samt þurfum við stundum að kaupa ef það vantar einhverjar ákveðnar stærðir. Það verða alltaf einhver afföll af pottunum, bæði skemmast þeir og fara með plöntum sem við gefum. Við höfum keypt nokkra sáðbakka. Annars er ...

Ónýtt eða endurnýtanlegt?

Mynd
Mikið notaðir hlutir ganga úr sér, séu þeir ekki þeim mun sterkbyggðari. Þannig var komið fyrir strekkiböndum sem kemur sér vel að eiga í ólíklegustu lengdum. Sum böndin voru svo trosnuð að eitthvað þurfti að gera. Tvö strekkibönd ónýt? Tveimur naglbítstökum og tveimur hnútum síðar voru böndin aftur tilbúin til notkunar. Höfðu reyndar styst nokkuð, en stundum er það bara betra. Lítið dæmi um að ekki þarf að kaupa nýtt og að draga úr illa endurnýtanlegum úrgangi, Naglbíturinn, meðal annarra orða, er frá miðri síðustu öld en sterkbyggður og á mikið eftir. Frábært verkfæri. Tvö endurnýtt bönd og naglbíturinn góði úr föðurhúsum.