Og það varð ljós - svolítið bleikt ...


Við höldum kertaafgöngum til haga með það að markmiði að endurvinna þá. Um daginn fannst gamall poki með kertaafgöngum þannig að pokarnir voru orðnir tveir. Þá var ekki til setunnar boðið.

Græni froskurinn er með  ágæta lýsingu á því hvernig hægt er að steypa kerti.

Kertaafgangarnir voru aðallega ljósir, eitt blátt kerti og svo rauðleit. Það er ekki út af engu sem við þurfum að passa borðin og dúkana þegar við brennum rauð kerti. Rosalega er þetta sterkur litur.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Að sá í 13 stiga frosti

Bogi, Örvar og Litli-Bogi