Áningarstaður við Tungufljótið tæra
Frá frístundalandi með bústað og ræktunarsvæði á Skyggnissteini er stutt gönguleið að Tungufljóti með einkennilega þungan, seiðandi nið.
Bjarnarfell, Bláfell, Haukadalsskógur og Geysir ramma inn villtan, gróskumikinn gróðurinn, þar sem skiptast á gjöfulir lyngmóar, votlendi og blóm á fljótsbakkanum. Þar er gott að hreiðra um sig, fá sér bita og láta engan vita.
Dagný og Siggi veita leiðsögn um landið og eitthvað að bíta og brenna ef óskað er. Þau vilja standa vörð um lífríkið við fljótið fyrir fólk, til að sækja orku í frið og ró í fagurri náttúru.
Ummæli
Skrifa ummæli