Færslur

Að sá í 13 stiga frosti

Mynd
Það er svo margt sem mig langar að gera  Hvernig get ég ræktað mikið af grænmeti og haft samt tíma í annað?  Getur vetrarsáning hjálpað? Þetta er áskorun Safn af ílátum til að sá í. Plastgeymslukassar eru góðir. Það þarf að bora í þá loftunargöt. Líka í botninn ef það er hætta á að það rigni á kassana. Það er líka hægt að nota allskonar brúsa. Held að reynslan og hugmyndaflugið muni fjölga möguleikum. Ég skar ofan af brúsunum. Byrjaði á að setja vikur, síðan áburðarríka mold, þar ofan á sáðmold. Í þessari lotu 17. janúar 2024 sáði ég fyrir rósakáli, brokkelí, vetrarhvítkáli, rauðkáli, rófum, hnúðakáli, kamillu, hjólkrónu, morgunfrú, skjaldfléttu, spínati, vetrardilli og toppkáli. Blómin eru öll æt eða góð í te.  Á listanum mínum eru margar fleiri tegundir sem mig langar að prófa að sá fyrir og hafa í frostinu.             Hér er búið að skera brúsann, setja vikur, mold, sáðmold, fræ og snjó.  Ég reyndi að hafa moldina aðeins raka áður en ég sáði. Setti síðan smá snjó ofan á moldina, þa

Viðburðir - Jurtir og litaskynjun. Jurtir og vinnsla

Mynd
  Jurtir og litaskynjun 13. ágúst og Jurtir og vinnsla 20. ágúst Eygló Harðardóttir  Jurtir og litaskynjun 13. ágúst Eygló Harðardóttir og Dagný Guðmundsdóttir Eygló er myndlistarmaður sem vinnur með liti í verkum sínum, bæði í  þrívíðum málverkum og bókverkum. Hún hefur einnig kennt litaskynjun og þrívíða litavinnu undanfarin ár. Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr).  Þér er boðið til okkar laugardaginn 13. ágúst til að skynja liti og fræðast um ræktun. Eygló ætlar að nota einfaldar æfingar til að virkja litaskynjun okkar. Við gerum litatilraunir og berum saman töfra huglægrar litaskynjunar og stöðuga jarðliti. Hún segir frá og sýnir söguleg náttúruleg litarefni. Með hita umbreytum við leirlit í mismunandi litatóna og gerum úr þeim eggtemperumálningu fyrir litaprufur. Dagný sýnir ræktunina, fer yfir gerð hraukabeðs og jurtasveips og segir frá hvernig hún

Viðburðir - jóga, myndlist, vistrækt og vinnsla

Mynd
Jurtir og jóga 31. júlí,  Jurtir og myndlist 7. ágúst,  Jurtir og vinnsla 21. ágúst Arnhildur Lilý Karlsdóttir Jurtir og jóga Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Dagný Guðmundsdóttir Arnhildur Lilý er jóga nidra og kundalini jógakennari og hefur kennt jóga um árabil. Um þessar mundir vinnur hún að upptökum á leiddri hugleiðslu og jóga nidra fyrir netið.  Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr).  Þér er boðið til okkar laugardaginn 31. júlí til að fræðast um ræktun, skynja og slaka! Arnhildur Lilý mun leiða þátttakendur inn í jóga nidra slökun með ólíkum viðkomustöðum í heimi skynjunar og náttúru. Nidra merkir svefn og má segja að jóga nidra sé meðvitaður svefn eða leidd hugleiðsla sem veitir heildstæða hvíld fyrir líkama og sál.  Dagný sýnir ræktunina, fer yfir gerð hraukabeðs og jurtasveips og segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir og ræktaðar. Gestir fá góða

Skyggnissteinn in English

Mynd
Dagný Guðmundsdóttir  and  Sigurður Jónsson  live at Skyggnissteinn, a homestead in Bláskógabyggð close to Geysir in the south of Iceland. Dagný is a  visual artist  and teacher and used to work at Árbæjarsafn outdoor museum. Siggi studied Icelandic and has a background in IT for education. Then their common dream of returning to nature knocked on the door. We keep a few chickens, grow vegetables, berries and herbs for our own use as well as foraging wild plants. We preserve the crops in a variety of ways for use during the long winter. We try to learn from experimenting along the lines of organic agriculture and permaculture. To the north of Skyggnissteinn extend the vast Icelandic Highlands while across the river Tungufljót lies the ancient manor Haukadalur. In the middle of the 20th century Haukadalur had become seriously endangered by erosion until the Dane Kristian Kirk bought the property and handed over to the State Forestry for soil preservation. Skyggnissteinn ha

Eitthvað að bíta í

Mynd
  Eitthvað að bíta í   Dagný Guðmundsdóttir 2018.  Unnið fyrir sýninguna  Hjólið   ( http://www.hjolid.is)    Myndhöggvarafélagið í Reykjavík stóð fyrir sýningunni. Verkið er í opnu rými milli Safamýrar og Háaleitisbrautar, bak við Verslunarmiðstöðina Miðbæ. Eitthvað að bíta í er hraukabeð (hugelkultur) með kryddjurtum og ætum blómum fyrir gesti og gangandi að nýta fyrir næstu máltíð. Við gerð hrauksins var tekin gröf og í hana settir trjábolir, greinar, torf, molta og mold. Þegar massinn byrjar að rotna myndast hiti og það losna næringarefni fyrir plönturnar. Hraukurinn heldur í sér raka og rúmar margar plöntur sem vilja lifa við mismunadi aðstæður. Hraukurinn er á opnu svæði til að fólk geti notið afurðanna. Hann vekur athygli á matvælaframleiðslu sem næst neytandanum, bæði við íbúðir og í almannarými. Þegar kominn er góður vöxtur í plönturnar er þér velkomið að tína upp í þig eða fá þér fyrir næstu máltíð. Verði þér að góðu.  Börn frá Leikskólanum Álftab

Röð viðburða - tengsl vistræktar og menningar

Mynd
Hildur Bjarnadóttir,   Bjarni Þór Kristjánsson,  Arnhildur Lilý Karlsdóttir,  Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og skynjun         29. júní      Hildur Bjarnadóttir og Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og skógarnytjar  20. júlí       Bjarni Þór Kristjánsson og Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og jóga               27. júlí      Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og vinnsla          24. ágúst   Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og skynjun Hildur Bjarnadóttir og Dagný Guðmundsdóttir Hildur Bjarnadóttir er myndlistarmaður sem hefur, í verkum sínum, skoðað plöntur og tengsl þeirra við þann stað sem þær vaxa á. Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr). Þér er boðið til okkar laugardaginn 29. júní að fræðast, njóta náttúrunnar og tengja hana við myndlistina. Hildur mun ræða um eiginleika plantna til að tjá sig, tala saman, færa si

Það þarf ekki allt að vera ætt

Mynd
Pelagóníur eru blómviljugar og skemmtilega gamaldags Þegar við vorum á Skyggnissteini sex björtustu mánuði ársins en í Reykjvík hina, hentaði vel að vera með pelagóníur. Á veturnar var húsið kalt en frostlaust og sjaldan vökvað. Það var gott fyrir pelagóníurnar. Núna er húsið hitað allt árið og blómin verða ræfilsleg. Einn desembermánuðinn langaði okkur ekki að skreyta með gluggana fulla af ljótum pelagóníum. Hér er ekki mikið pláss í frostlausum köldum geymslum. Ég tók það ráð að klippa af blómunum, taka þau úr pottunum, setja í plastpoka og inn í kalda geymslu.  Þegar fór að birta sótti ég pokann, klippti plönturnar meira og lét í potta með nýrri rakri mold.  Mikið sem þau voru fín sumarið  eftir.