Viðburðir - jóga, myndlist, vistrækt og vinnsla



Jurtir og jóga 31. júlí,  Jurtir og myndlist 7. ágúst,  Jurtir og vinnsla 21. ágúst


Arnhildur Lilý Karlsdóttir
Jurtir og jóga
Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Dagný Guðmundsdóttir

Arnhildur Lilý er jóga nidra og kundalini jógakennari og hefur kennt jóga um árabil. Um þessar mundir vinnur hún að upptökum á leiddri hugleiðslu og jóga nidra fyrir netið. 
Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr). 

Þér er boðið til okkar laugardaginn 31. júlí til að fræðast um ræktun, skynja og slaka! Arnhildur Lilý mun leiða þátttakendur inn í jóga nidra slökun með ólíkum viðkomustöðum í heimi skynjunar og náttúru. Nidra merkir svefn og má segja að jóga nidra sé meðvitaður svefn eða leidd hugleiðsla sem veitir heildstæða hvíld fyrir líkama og sál. Dagný sýnir ræktunina, fer yfir gerð hraukabeðs og jurtasveips og segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir og ræktaðar. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum og smakka það sem verið er að gera á staðnum.

Hópurinn er lítill, þannig að hann rúmist við eldhúsborðið. Við byrjum kl. 10 á Skyggnissteini (3 km frá Geysi) og gerum ráð fyrir að vera búin kl. 16. Verð: 15.000 kr. Skráning í síma 847 0946 eða í dagny@dagny.is



Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Jurtir og myndlist

Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Dagný Guðmundsdóttir


Jóna Hlíf er starfandi myndlistarmaður sem lauk master frá Glasgow School of Art 2007 og listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2013. Jóna Hlíf vinnur í marga miðla, en textaverk, ljósmyndaverk og skúlptúrar hafa verið kjarni myndlistar hennar undanfarin ár. 

Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr). 


Þér er boðið til okkar laugardaginn 7. ágúst til að fræðast, njóta náttúrunnar og tengja hana við myndlist. Jóna Hlíf leiðir hugleiðslugöngu þar sem teikning í náttúrunni er í aðalhlutverki. Dagný sýnir ræktunina, fer yfir gerð hraukabeðs og jurtasveips og segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir og ræktaðar. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum og smakka það sem verið er að gera á staðnum.


Hópurinn er lítill, þannig að hann rúmist við eldhúsborðið. Við byrjum kl. 10 á Skyggnissteini (3 km frá Geysi) og gerum ráð fyrir að vera búin kl. 16. Verð: 15.000 kr. Skráning í síma 847 0946 eða í dagny@dagny.is.


Dagný Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson

Jurtir og vinnsla

Dagný Guðmundsdóttir

Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr).

Þér er boðið til okkar laugardaginn 21. ágúst að fræðast og njóta. Dagný sýnir ræktunina og segir frá nýtingu á villtum jurtum og ræktuðum. Farið verður yfir gerð hraukabeðs og jurtasveips. Allt sumarið og fram á haust er verið að vinna úr afurðunum á fjölbreyttan hátt. Sjóða niður, salta, sulta, safta, sýra, frysta, þurrka o.fl.  Góður tími fer í að kynna aðferðir og möguleika. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum og smakka það sem verið er að gera á staðnum.

Hópurinn verður lítill þannig að hann rúmist við eldhúsborðið. Við byrjum kl. 10 á Skyggnissteini (3 km frá Geysi) og gerum ráð fyrir að vera búin kl.15. Verð: 12.000 kr. Skráning í síma 847 0946 eða í dagny@dagny.is.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Að sá í 13 stiga frosti

Bogi, Örvar og Litli-Bogi