Röð viðburða - tengsl vistræktar og menningar



Hildur Bjarnadóttir,  
Bjarni Þór Kristjánsson, Arnhildur Lilý Karlsdóttir, Dagný Guðmundsdóttir

Jurtir og skynjun         29. júní      Hildur Bjarnadóttir og Dagný Guðmundsdóttir
Jurtir og skógarnytjar  20. júlí       Bjarni Þór Kristjánsson og Dagný Guðmundsdóttir
Jurtir og jóga               27. júlí      Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Dagný Guðmundsdóttir
Jurtir og vinnsla          24. ágúst   Dagný Guðmundsdóttir




Jurtir og skynjun
Hildur Bjarnadóttir og Dagný Guðmundsdóttir

Hildur Bjarnadóttir er myndlistarmaður sem hefur, í verkum sínum, skoðað plöntur og tengsl þeirra við þann stað sem þær vaxa á. Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr).

Þér er boðið til okkar laugardaginn 29. júní að fræðast, njóta náttúrunnar og tengja hana við myndlistina. Hildur mun ræða um eiginleika plantna til að tjá sig, tala saman, færa sig úr stað, verja sig og gera ýmislegt sem vanalega er talið til mannlegra eiginleika. Hún mun sýna verk nokkurra myndlistarmanna í tengslum við viðfangsefnið. Dagný sýnir ræktunina, segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir- og ræktaðar. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum og smakka það sem verið er að gera á staðnum.

Hópurinn er lítill þannig að hann rúmist við eldhúsborðið. Við byrjum kl. 10 á Skyggnissteini (3 km frá Geysi) og gerum ráð fyrir að vera búin kl. 16. Verð: 15.000 kr. Skráning í síma 847 0946 eða í dagny@dagny.is.





Jurtir og skógarnytjar


Bjarni Þór Kristjánsson og Dagný Guðmundsdóttir


Bjarni Þór Kristjánsson er smíðakennari og áhugamaður um gamalt handverk og starfshætti. Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr).


Þér er boðið til okkar laugardaginn 20. júlí að fræðast um ræktun, skógarnytjar og að njóta náttúrunnar. Bjarni gengur um skóginn og segir frá hvernig hægt er að nýta allt tréð, ræturnar, viðinn, börkinn og blöðin ásamt mismunandi eðli og eiginleikum trjátegunda sem á vegi okkar verða. Einnig kennir hann grunnhandtökin í að tálga við. Dagný sýnir ræktunina, segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir- og ræktaðar. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum og smakka það sem verið er að gera á staðnum.



Hópurinn er lítill þannig að hann rúmist við eldhúsborðið. Við byrjum kl. 10 á Skyggnissteini (3 km frá Geysi) og gerum ráð fyrir að vera búin kl. 16. Verð: 15.000 kr. Skráning í síma 847 0946 eða í dagny@dagny.is.


Jurtir og jóga
Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Dagný Guðmundsdóttir

Arnhildur Lilý er jóga nidra og kundalini jógakennari og hefur kennt jóga um árabil. Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr). 


Þér er boðið til okkar laugardaginn 27. júlí til að fræðast um ræktun, anda og slaka! Arnhildur Lilý mun ræða um andardráttinn og leiða þátttakendur í gegnum öndunaræfingar af ólíkum toga. Einnig fara í hugleiðsluferðalag og slökun í jóga nidra. Nidra merkir svefn og má segja að jóga nidra sé meðvitaður svefn eða leidd hugleiðsla sem veitir heildstæða hvíld fyrir líkama og sál. Dagný sýnir ræktunina, segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir- og ræktaðar. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum og smakka það sem verið er að gera á staðnum.


Hópurinn er lítill þannig að hann rúmist við eldhúsborðið. Við byrjum kl. 10 á Skyggnissteini (3 km frá Geysi) og gerum ráð fyrir að vera búin kl. 16. Verð: 15.000 kr. Skráning í síma 847 0946 eða í dagny@dagny.is.



Jurtir og vinnsla
Dagný Guðmundsdóttir

Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr).

Þér er boðið til okkar laugardaginn 24. ágúst að fræðast og njóta. Dagný sýnir ræktunina og segir frá nýtingu á villtum jurtum.  Allt sumarið og fram á haust er verið að vinna úr afurðunum á fjölbreyttan hátt. Sjóða niður, salta, sulta, safta, sýra, frysta, þurrka o.fl.  Góður tími fer í að kynna aðferðir og möguleika. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum og smakka það sem verið er að gera á staðnum.

Hópurinn verður lítill þannig að hann rúmist við eldhúsborðið. 
Við byrjum kl. 10 á Skyggnissteini (3 km frá Geysi) og gerum ráð fyrir að vera búin kl.15. Verð: 12.000 kr. Skráning í síma 847 0946 eða í dagny@dagny.is.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Bogi, Örvar og Litli-Bogi

Fallegt verkfæri til að gera blómapotta úr dagblöðum