Það þarf ekki allt að vera ætt
Pelagóníur eru blómviljugar og skemmtilega gamaldags |
Þegar við vorum á Skyggnissteini sex björtustu mánuði ársins en í Reykjvík hina, hentaði vel að vera með pelagóníur. Á veturnar var húsið kalt en frostlaust og sjaldan vökvað. Það var gott fyrir pelagóníurnar.
Hér er ekki mikið pláss í frostlausum köldum geymslum. Ég tók það ráð að klippa af blómunum, taka þau úr pottunum, setja í plastpoka og inn í kalda geymslu.
Þegar fór að birta sótti ég pokann, klippti plönturnar meira og lét í potta með nýrri rakri mold. Mikið sem þau voru fín sumarið eftir.
Ummæli
Skrifa ummæli