Það þarf ekki allt að vera ætt

Pelagóníur eru blómviljugar og skemmtilega gamaldags

Þegar við vorum á Skyggnissteini sex björtustu mánuði ársins en í Reykjvík hina, hentaði vel að vera með pelagóníur. Á veturnar var húsið kalt en frostlaust og sjaldan vökvað. Það var gott fyrir pelagóníurnar.


Núna er húsið hitað allt árið og blómin verða ræfilsleg. Einn desembermánuðinn langaði okkur ekki að skreyta með gluggana fulla af ljótum pelagóníum.

Hér er ekki mikið pláss í frostlausum köldum geymslum. Ég tók það ráð að klippa af blómunum, taka þau úr pottunum, setja í plastpoka og inn í kalda geymslu. 

Þegar fór að birta sótti ég pokann, klippti plönturnar meira og lét í potta með nýrri rakri mold. Mikið sem þau voru fín sumarið eftir.







Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Bogi, Örvar og Litli-Bogi

Fallegt verkfæri til að gera blómapotta úr dagblöðum