Ull til margra hluta nytsamleg


Ull er hlý, umvefjandi og loftar vel.

Á Skyggnissteini getur orðið mjög kalt og ekki alltaf snjór til að hlífa gróðrinum. Við ákváðum að prófa að nota úrkastsullarreyfi til að verja plönturnar.


Undir ullinni eru kryddjurtir, oregano, tímían o.fl. Það verður forvitnilegt að vita hvernig kryddið kemur undan reyfinu.


Enn höfum við ekki fengið epli. Hvaða áhrif ætli það hafi að setja ull yfir ræturnar?

Viðkvæmu rósirnar fengu lika ull en ekki heilt reyfi.


Það er forvitnilegt að sjá hvernig hvítlauknum vegnar hér undir. Á vinstri myndinni er ull yfir lauknum en hey og síðan gróðurplast yfir lauknum á hægri myndinni.


Í bókinni Självhushållning på Djupadal eftir Marie & Gustav Mandelmann sáum við að þau höfðu sett ullarreyfi í göngustíga á milli beða.

Ummæli

  1. Áhugavert! Hlakka til að fylgjast með hvað kemur undan ullarreyfunum.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Bogi, Örvar og Litli-Bogi

Fallegt verkfæri til að gera blómapotta úr dagblöðum