Eitthvað að bíta í



 Eitthvað að bíta í  Dagný Guðmundsdóttir 2018. Unnið fyrir sýninguna Hjólið (http://www.hjolid.is)  

Myndhöggvarafélagið í Reykjavík stóð fyrir sýningunni.
Verkið er í opnu rými milli Safamýrar og Háaleitisbrautar, bak við Verslunarmiðstöðina Miðbæ.

Eitthvað að bíta í er hraukabeð (hugelkultur) með kryddjurtum og ætum blómum fyrir gesti og gangandi að nýta fyrir næstu máltíð.




Við gerð hrauksins var tekin gröf og í hana settir trjábolir, greinar, torf, molta og mold. Þegar massinn byrjar að rotna myndast hiti og það losna næringarefni fyrir plönturnar. Hraukurinn heldur í sér raka og rúmar margar plöntur sem vilja lifa við mismunadi aðstæður.
Hraukurinn er á opnu svæði til að fólk geti notið afurðanna. Hann vekur athygli á matvælaframleiðslu sem næst neytandanum, bæði við íbúðir og í almannarými. Þegar kominn er góður vöxtur í plönturnar er þér velkomið að tína upp í þig eða fá þér fyrir næstu máltíð. Verði þér að góðu.

 Börn frá Leikskólanum Álftaborg fræðast um plöntur, hrauka og ánamaðka



Sumarið 2019 voru í beðinu
Krydd: 
Steinselja
Graslaukur
Oregano,
Salvía,
Tímían
Marjoram,
Piparrót
Sítrónumelissa 
Eplaminta
Piparminta
Te:
Sítrónumelissa 
Eplaminta
Piparminta
Hjólkróna 
Mjaðurjurt
Æt blóm:
Fjóla 
Skjaldflétta
Hádegisblóm
Flauelisblóm
Hjólkróna- fallegt á kökur
Salat:
Piparrót á vorin
Skjaldflétta 
Sinnepskál
Misuna

Listasafn Reykjavíkur gerði vorið 2019 samning við mig til 2022 um að grisja og bæta við plöntum í beðið á vorin og fræða fólk um verkið.

Takk fyrir nágrannar sem hafa vökvað litlar og viðkvæmar plöntur í þurru vori, börn í hverfinu sem passa plönturnar og fræða fólk um þær, vinir og fjölskylda sem hjálpuðu mér við gerð verksins og viðhald, Grasagarðurinn í Reykjavík, Garðyrkja -Verkbækistöð I, Klambratúni, Listasafn Reykjavíkur.
Verði ykkur að góðu.







Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Að sá í 13 stiga frosti

Bogi, Örvar og Litli-Bogi