Fallegt verkfæri til að gera blómapotta úr dagblöðum


Falleg verkfæri eru heillandi. Hjá Garðyrkjufélaginu féll ég algjörlega fyrir verkfæri sem er til að auðvelda blómapottagerð úr dagblöðum.

Verkfærið hefur nýst vel, því það er ótrúlegt hvað þarf mikið af litlum pottum til að prikla í. Það er hægt að útbúa potta á meðan horft er á sjónvarp og hlustað á útvarp. Gestir hafa stundum tekið að sér að gera potta. Níu ára barnabarn var mjög duglegt í pottagerðinni.


Þegar plantan er tilbúin til að fara út í beð er ágætt að opna pottinn aðeins með því að taka hluta af pappírnum í burtu eða rífa upp í hann. Það er ekki víst að þetta skipti máli.

Við þurfum mikið af pottum í mörgum stærðum. Allir pottar sem koma hingað eru þvegnir og endurnýttir. Stundum fáum við hrúgur af gömlum pottum frá vinum sem nýtast vel. Samt þurfum við stundum að kaupa ef það vantar einhverjar ákveðnar stærðir. Það verða alltaf einhver afföll af pottunum, bæði skemmast þeir og fara með plöntum sem við gefum.

Við höfum keypt nokkra sáðbakka. Annars er allt fullt af "einnota umbúðum" sem hægt er að nota í ræktunina. Stóru svörtu bakkarnir sem mörg mötuneyti fá mat í finnst okkur góðir. Öll þessi ísbox sem safnast upp eru mikið nýtt. Við vitum að vísu ekki hvernig plast er í þessum bökkum og hvort þau gefa frá sér einhver óæskileg efni.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Bogi, Örvar og Litli-Bogi