Ónýtt eða endurnýtanlegt?

Mikið notaðir hlutir ganga úr sér, séu þeir ekki þeim mun sterkbyggðari. Þannig var komið fyrir strekkiböndum sem kemur sér vel að eiga í ólíklegustu lengdum. Sum böndin voru svo trosnuð að eitthvað þurfti að gera.

Tvö strekkibönd ónýt?
Tveimur naglbítstökum og tveimur hnútum síðar voru böndin aftur tilbúin til notkunar. Höfðu reyndar styst nokkuð, en stundum er það bara betra. Lítið dæmi um að ekki þarf að kaupa nýtt og að draga úr illa endurnýtanlegum úrgangi,

Naglbíturinn, meðal annarra orða, er frá miðri síðustu öld en sterkbyggður og á mikið eftir. Frábært verkfæri.

Tvö endurnýtt bönd og naglbíturinn góði úr föðurhúsum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Að sá í 13 stiga frosti

Bogi, Örvar og Litli-Bogi