Gróðurskáli - góður í forræktun

Plöntur í forræktun þurfa hæfilega vökvun á björtum og hæfilega hlýjum stað fyrstu vikurnar eftir að þær teygja sig upp úr moldinni. Þess vegna er hentugt að hafa gróðurskála sem næst íbúðarhúsinu.

Gróðurskálinn nýtist vel í forræktun seinni hluta vetrar og á vorin.
Glerveggurinn er á brautum og hægt að opna einn eða fleiri fleka í senn. Gólf skálans er pallurinn utan við húsið með þunnu grasteppi.

Gendi (tengdó) með gler í veggi og loft.

Siggi mundar sögina. Skjólgirðing breytist í gafl gróðurskálans.

Uppistöður og sperrur fengust undir húsinu þar sem
forverarnir Haraldur og Rannveig gengu frá þeim.
Skálinn helst frostlaus þó 3 stiga frost sé úti. Þegar sólin skín fer hitinn fljótt í 20 stig og þá opnast loftlúgur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Að sá í 13 stiga frosti

Bogi, Örvar og Litli-Bogi