Vatnið soðið - best að fara út og sækja aspasinn
Heyrst hefur að það eigi helst að vera búið að setja vatnið í suðu þegar aspasinn er skorinn. Þannig er hann bestur.
Við erum búin að borða fyrsta aspas vorsins á Skyggnissteini. Hann var góður. Í fyrra fengum við aspas aftur og aftur. Það væri gott að eiga fleiri plöntur þannig að við fengum meira magn í einu. Höfum ekki farið út í að sá fyrir aspas og það hefur gengið illa að kaupa nýjar rætur.
Af hverju er ekki almennileg aspasframleiðsla á Íslandi? Þetta er ferskvara sem þolir illa geymslu. Við erum með okkar í óupphituðu gróðurhúsi.
Vilmundur Hansen skrifaði grein um aspas í Bændablaðið 27. apríl 2018.
Ummæli
Skrifa ummæli