Þegar hænurnar gerðu uppreisn


Ein hænan vildi liggja á, en við vildum ekki leyfa henni að unga út. Við opnuðum hliðina á varphólfinu og sögðum: Farðu út! Í fyrsta skiptið var ýtt smá við henni en í næstu skipti þurfti bara að opna og segja henni að fara út. Í hvert skipti sem þetta var gert trylltist hún, öskraði og öskraði. Haninn kom hlaupandi og allar hænurnar á eftir honum, allt í uppnámi. Loks gafst hún upp. Svo hættu að koma egg eða þeim fækkaði mikið. Það er vor og þær frjálsar úti, varpið ætti ekki að minnka núna. Okkur grunaði að þær væru farnar að verpa úti, við leituðum mikið án árangurs.

Í  dag átti að snúa í safnkassanum. Þá blöstu eggin við.

Það var gert aldurspróf á eggjunum. Þau sett í kalt vatn og sjá - þau flutu ekki og það þýðir að þau eru heil. Það hefur verið kalt undanfarið en ekki frosið í safnkassanum. Þannig að nú eru komin 18 egg í ísskápinn.

Gæða bakstur er með leiðbeiningar um hvernig hægt er að sjá hvað egg eru gömul og hvort þau eru skemmd.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Bogi, Örvar og Litli-Bogi

Fallegt verkfæri til að gera blómapotta úr dagblöðum