Grenisprotar namm



Eitt vorið komu í heimsókn fjölskyldur frá Noregi og Kanada sem báðar spurðu hvort við notuðum ekki grenisprotana. Við höfðum aldrei heyrt um það. 

Í fyrra var lögð sérstök áhersla á tilraunir með grenisprota. Googluðum Spruce tips. Fundum endalausar uppskriftir.



Það þarf að taka sprotana þegar þeir eru litlir og ljósir. Einhvers staðar stóð að maður ætti að ganga um og smakka sig áfram. Ef þeir eru góðir þá notar þú þá. Þeir hafa ferskt, sætt sítrónubragð. Að sjálfsögðu þarf að huga að því að þetta eru vaxtarsprotar og hefur áhrif á vöxtinn.


Sprotarnir eru góðir á salat. Fínir í alls konar eftirrétti, te, síróp, edik, salt og margt fleira. Það er lika sagt að þeir séu hollir. Aðgengilegt c vitamín snemma á vorin. Um að gera að leita að uppskriftum og prófa sig áfram.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Bogi, Örvar og Litli-Bogi

Fallegt verkfæri til að gera blómapotta úr dagblöðum