Engar vampírur hér - nóg af hvítlauk

Stór hluti af hvítlauksuppskerunni 2018

Þessir laukar voru settir niður um mánaðamótin sept/okt 2017:
Nokkrir stórir og fínir lífrænir ítalskir laukar keyptir í Frú Laugu, aðeins stórir og fínir geirar notaðir. Trúlega um 80 geirar.
Topadrome. Þrír franskir laukar, ekki stórir. 18 frekar stórir og fallegir geirar.
Therador. Tveir franskir laukar. 24 misstórir geirar sem litu ágætlega út.
Unikat. Tveir grískir laukar. 24 frekar litlir geirar, misfallegir, margir ágætir.
Germidour 2 franskir laukar. 9 stórir geirar.
Messidor Einn franskur laukur, fimm stórir geirar.
Thermidrome Tveir franskir laukar, 17 misstórir, margir mjög stórir geirar sem þola mikið frost.

Laukurinn hefur verið tekinn upp í nokkrum áföngum og enn er eitthvað eftir í görðunum. Margir laukarnir eru frekar litlir. Kannski er það tíðarfarið. Frost lengi í jörðu. Örfáir sólardagar fram í ágúst en nóg af rigningu. Ítalski laukurinn frá Frú Laugu kom einna best út.

"Hvítlaukinn er best að taka upp þegar blaðendarnir hafa gulnað og neðstu blöðin visnað. Ekki bíða of lengi því það minnkar geymsluþol lauksins. Gott er að taka hvítlaukinn upp í þurru veðri og hreinsa varlega mestu moldina af. Dreifa vel úr þeim og láta þorna á þurrum stað þar sem sól skín ekki og þar sem loft leikur um.

Eftir nokkrar vikur er gott að klippa ræturnar af og blöðin ef ekki á að nota þau til að fletta laukinn saman. Hann er síðan þurrkaður áfram við 15 gráður. Þegar hvítlaukurinn er þurr geymist hann best við stofuhita á dimmum og þurrum stað."

(Sumarhúsið og garðurinn. 2. tbl. apríl 2017. Umbunin felst í ríkulegri uppskeru eftir Dagnýju Guðmundsdóttur).


Færsla frá 28. mars "Skyldi hvítlaukurinn fúna undir klakabrynjunni?" segir frá hvítlauksrifum sem við settum í mjólkurfernur í lok febrúar. Bakkarnir með fernunum voru í gróðurskálanum út veturinn. Þar fraus en var samt heitara en úti. Síðan voru þeir settir út í rigninguna þar sem þeir stóðu allt of oft í miklu vatni. Í lok júlí var ákveðið að kíkja í fernurnar.



Fallegur hvítlaukur

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Að sá í 13 stiga frosti

Bogi, Örvar og Litli-Bogi