Röð viðburða - tengsl vistræktar og menningar
Jurtir og myndlist 21. júlí Karlotta Blöndal og Dagný Guðmundsdóttir
Jurtir og tónlist 28. júlí Pétur Eggertsson og Dagný Guðmundsdóttir
Jurtir og jóga 11. ágúst Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir og Dagný Guðmundsdóttir
Jurtir og vinnsla 25. ágúst Dagný Guðmundsdóttir
Jurtir og myndlist
Karlotta Blöndal karlottablondal.net og Dagný Guðmundsdóttir
Karlotta Blöndal er myndlistarkona sem hefur unnið umhvefisverk og gjörninga. Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr). Þér er boðið til okkar laugardaginn 21. júlí að fræðast og njóta myndlistar og náttúru.
Karlotta mun fara með ykkur í myndlistarferðalag um land Skyggnissteins. Dagný sýnir ræktunina, segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir- og ræktaðar. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum og smakka það sem verið er að gera á staðnum.
Hópurinn er litill þannig að hann rúmist við eldhúsborðið.
Við byrjum kl. 10 á Skyggnissteini (3 km. frá Geysi) og gerum ráð fyrir að vera búin kl. 16.
Verð: 15.000 kr.
Jurtir og tónlist
Pétur
Eggertsson og Dagný Guðmundsdóttir
Pétur
Eggertsson er ungt tónskáld sem hefur skoðað tengsl tónlistar við umheiminn.
Hann hefur skrifað tónverk, framið ýmsa tónlistargjörninga sem blanda saman
myndlist, tónlist, pólítík og leikhúsi. Einnig hefur hann kennt hlustun og
umhverfisvæna tónlist í leik- og grunnskólum. Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar
Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út
á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr).
Þér er boðið
til okkar laugardaginn 28. júlí að fræðast og njóta tónlistar og náttúru!
Pétur mun
fara með ykkur í hljóðferðalag um land Skyggnissteins. Við hlustum saman á
umhverfið, skoðum hvernig hljóðið hefur áhrif á vitund okkar og æfum vistvæna
og krítíska hlustun. Dagný sýnir ræktunina, segir frá hvernig hún nýtir villtar
jurtir- og ræktaðar. Gestir fá góða
máltíð beint úr garðinum og smakka það sem verið er að gera á staðnum.
Hópurinn
verður lítill þannig að hann rúmist við eldhúsborðið.
Við byrjum kl.10 á
Skyggnissteini (3 km. frá Geysi) og gerum ráð fyrir að vera búin kl.16.
Verð: 15.000 kr.
Jurtir og jóga
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir www.peaceresound.com og
Dagný Guðmundsdóttir
Arnbjörg Kristín er jógakennari og hljóðheilari sem hefur sérhæft sig í
að spila og kenna á gong.
Dagný
Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í
Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar
(permakúltúr).
Þér er
boðið til okkar laugardaginn 11. ágúst að fræðast, gera jóga, hugleiða og njóta
náttúru!
Arnbjörg Kristín kennir liðkandi og orkugefandi jóga í
náttúrunni ásamt núvitundarhugleiðslu til að tengjast náttúrunni ásamt gongslökun.
Dagný sýnir ræktunina, segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir- og
ræktaðar. Gestir fá góða máltíð beint úr
garðinum og smakka það sem verið er að gera á staðnum.
Hópurinn
verður lítill þannig að hann rúmist við eldhúsborðið.
Við byrjum
kl.10 á Skyggnissteini (3 km. frá Geysi) og gerum ráð fyrir að vera búin
kl.16.
Verð:
15.000 kr.
jurtir og vinnsla
Dagný Guðmundsdóttir dagny.is
Dagný
Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í
Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar
(permakúltúr).
Þér er
boðið til okkar laugardaginn 25. ágúst að fræðast og njóta. Dagný
sýnir ræktunina, segir frá nýtingu á villtum jurtum. Allt sumarið og fram á haust er verið að vinna úr afurðunum á
fjölbreyttan hátt. Sjóða niður, salta, sulta, safta, sýra, frysta, þurrka o.fl.
Góður tími fer í að kynna aðferðir og
möguleika. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum
og smakka það sem verið er að gera á staðnum.
Hópurinn
verður lítill þannig að hann rúmist við eldhúsborðið.
Við byrjum
kl. 10 á Skyggnissteini (3 km. frá Geysi) og gerum ráð fyrir að vera búin
kl.15.
Verð: 12.000
kr.
Ummæli
Skrifa ummæli