Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2018

Skyldi hvítlaukurinn fúna undir klakabrynjunni?

Mynd
Hvítlauksuppskeran í fyrrasumar var mikil og góð. Um mánaðamótin sept./okt. settum við fjölda hvítlauka af mörgum tegundum niður í mismunandi beð, gróðurkassa, með eplatrjánum og í hraukinn (hugelkúltúrinn). Það eru mjög margar plöntur sem talið er að vilji vaxa með hvítlauk. Við vorum full bjartsýni  og hlökkuðum til uppskeru næsta árs.  Nú erum við  ekki eins bjartsýn. Fyrst snjóaði mjög mikið, svo kom þíða, en ekki nóg til að frost færi úr jörðu. Þá myndaðist klakabrynja og aftur snjóaði yfir hana. Við þessar aðstæður  er hætta á að laukurinn fúni undir klakanum. Til öryggis ákváðum við í lok febrúar að setja niður nokkra hvítlauka. Svona ef allt fer á versta veg. Okkur finnst borga sig að kaupa hvítlauk þó enn sé mikið til af eigin ræktun. Laukarnir okkar ná sjaldan fullri stærð og betra að setja niður vel stóra geira.  Við höfum áður sett hvítlauk niður að vori. Þá í stóra blómapotta. Það hefur gengið vel en laukurinn verið frekar lítill. Nú var ákveðið

Fallegt verkfæri til að gera blómapotta úr dagblöðum

Mynd
Falleg verkfæri eru heillandi. Hjá Garðyrkjufélaginu féll ég algjörlega fyrir verkfæri sem er til að auðvelda blómapottagerð úr dagblöðum. Verkfærið hefur nýst vel, því það er ótrúlegt hvað þarf mikið af litlum pottum til að prikla í. Það er hægt að útbúa potta á meðan horft er á sjónvarp og hlustað á útvarp. Gestir hafa stundum tekið að sér að gera potta. Níu ára barnabarn var mjög duglegt í pottagerðinni. Þegar plantan er tilbúin til að fara út í beð er ágætt að opna pottinn aðeins með því að taka hluta af pappírnum í burtu eða rífa upp í hann. Það er ekki víst að þetta skipti máli. Við þurfum mikið af pottum í mörgum stærðum. Allir pottar sem koma hingað eru þvegnir og endurnýttir. Stundum fáum við hrúgur af gömlum pottum frá vinum sem nýtast vel. Samt þurfum við stundum að kaupa ef það vantar einhverjar ákveðnar stærðir. Það verða alltaf einhver afföll af pottunum, bæði skemmast þeir og fara með plöntum sem við gefum. Við höfum keypt nokkra sáðbakka. Annars er allt

Ónýtt eða endurnýtanlegt?

Mynd
Mikið notaðir hlutir ganga úr sér, séu þeir ekki þeim mun sterkbyggðari. Þannig var komið fyrir strekkiböndum sem kemur sér vel að eiga í ólíklegustu lengdum. Sum böndin voru svo trosnuð að eitthvað þurfti að gera. Tvö strekkibönd ónýt? Tveimur naglbítstökum og tveimur hnútum síðar voru böndin aftur tilbúin til notkunar. Höfðu reyndar styst nokkuð, en stundum er það bara betra. Lítið dæmi um að ekki þarf að kaupa nýtt og að draga úr illa endurnýtanlegum úrgangi, Naglbíturinn, meðal annarra orða, er frá miðri síðustu öld en sterkbyggður og á mikið eftir. Frábært verkfæri. Tvö endurnýtt bönd og naglbíturinn góði úr föðurhúsum.

Lifðu í lukku í hreinni krukku

Mynd
Við notum margar og margs konar krukkur. Það er dýrt að kaupa nýjar en sem betur fer er fólk mjög viljugt að gefa okkur notaðar krukkur. Mörgum finnst leiðinlegt að henda góðum krukkum. Það er eins og í hugum fólks séu glerkrukkur verðmætari en aðrar umbúðir. En rosalega tekur oft mikinn tíma að þrífa miðana af og það er ekki það skemmtilegasta sem við gerum. Það sem verra er, að oft er verið að gera það á aðal niðursuðutímanum og nóg annað að gera. Heyrði viðtal við konu þar sem kom fram hvað hún hefði hreinsað mörg hundruð krukkur einn veturinn. Auðvitað er þetta vetrarvinna! Nú er stefnan að taka miðana af öllum krukkunum fyrir vorið. Hreinsað með olíu og matarsóda. Aðferðin sem hefur reynst góð til að taka af miða, er að nota blöndu af matarsóda og olíu. Fyrst liggja krukkurnar í vatni og það mesta af miðanum er skafið af. Síðan er matarsóda- og olíumaukinu nuddað á miðaleyfarnar, látið standa þannig og síðan nuddað af. Annars eru miðarnir eins misjafnir og þeir eru marg

Gróðurskáli - góður í forræktun

Mynd
Plöntur í forræktun þurfa hæfilega vökvun á björtum og hæfilega hlýjum stað fyrstu vikurnar eftir að þær teygja sig upp úr moldinni. Þess vegna er hentugt að hafa gróðurskála sem næst íbúðarhúsinu. Gróðurskálinn nýtist vel í forræktun seinni hluta vetrar og á vorin. Glerveggurinn er á brautum og hægt að opna einn eða fleiri fleka í senn. Gólf skálans er pallurinn utan við húsið með þunnu grasteppi. Gendi (tengdó) með gler í veggi og loft. Siggi mundar sögina. Skjólgirðing breytist í gafl gróðurskálans. Uppistöður og sperrur fengust undir húsinu þar sem forverarnir Haraldur og Rannveig gengu frá þeim. Skálinn helst frostlaus þó 3 stiga frost sé úti. Þegar sólin skín fer hitinn fljótt í 20 stig og þá opnast loftlúgur.

Ræktunarfiðringur, flokka og skipuleggja

Mynd
Um leið og fór að birta eitthvað að ráði í janúar kom upp ræktunarfiðringurinn. Kassinn með fræjunum var sóttur, farið yfir hvern pakka, skráð hvað fræin eru gömul og hvað er mikið eftir. Síðan gerður listi yfir fræin sem gaman væri að kaupa. Fræin eru síðan flokkuð og sett í poka: Rætur, krydd, kál, baunir, blóm o.fl. Þetta verða þó nokkuð margir pokar. Þegar líða tekur á vorið riðlast þetta kerfi. Þá eru komnir pokar af fræjum sem búið er að sá og aðrir sem á að sá aftur. Það hefur verið stefna hjá okkur að rækta margar tegundir og lítið af hverju. Þetta kallar á mikið utanumhald. Það tók tíma að finna út hvað hentaði okkur best. Núna notum við töflu gerða í Word. í hverri línu er fyrst tegund, aldur fræja, afbrigði, athugasemd og áætlun, hvenær sáð, hvenær priklað, hvenær sett út, hvernig gekk og ath. Þetta eru vel yfir 100 línur en það er ekki öllu sáð á hverju ári. Til viðbótar við þetta eru línur fyrir lauka og aðrar plöntur. Þessu er raðað þannig upp að krydd er saman

Bogi, Örvar og Litli-Bogi

Mynd
Gróðurhús lengja ræktunartímann og gefa skjól og hita fyrir gróður sem síður þroskast úti. Ylplast með loftbili dregur úr útfjólubláum geislum, en húsin hitna fljótt ótæpilega, svo loftun þarf að vera ríkuleg og helst sjálfvirk þegar hitinn fer upp fyrir 20 gráður. Hér eru notaðar pumpur fylltar gasi sem þenst út í hita og opnar. Bogi t.h. og Litli-Bogi.  Fyrsta gróðurhúsið á Skyggnissteini var samsett úr tilbúnum einingum, álgrind með 3 mm smelltu plasti, svo veigalítið að það þurfti að fergja þegar hvessti og taka plastið úr á veturna. Þetta litla oddhvassa hús fékk nafnið Örvar þegar Bogi kom til sögunnar. Örvar. Bogi . Hálft reisingagengið mátar fyrsta bogann. Bogi . Langbönd leggjast á bogana og á gaflana kemur trégrind. Bogi . Langbönd skrúfuð á eyru á bogunum. Bogi . 10 mm ylplast með loftbili festist á langbönd og botnstykki. Eftir reynsluna af Örvari var Bogi  gerður úr vel traustu efni og festur kyrfilega enda hefur hann staðið sig vel