Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2018

Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?

Mynd
Í janúar eru fræin skoðuð, í febrúar aðeins byrjað að sá. Aukinn kraftur í mars og í apríl fer allt á fullt, allt eftir hvað á við hverja tegund. Í maí og júni er mest sáð beint út. Til að byrja með sáum við í bakka, notum mikið ísbox, tvö saman, götum vel botninn á efra boxinu. Setjum góða gróðurmold í boxið og síðan sáðmold. Vatn í neðra boxið og gefum moldinni tíma til að drekka í sig vatnið. Þegar moldin er orðin vel rök sáum við í hana eftir leiðbeiningum á pakkanum. Leggjum dagblöð eða plast yfir boxin til að halda jöfnum raka á meðan verið er að spíra. Þegar fer að þrengja að plöntunum priklum við þær þ.e. setjum hverja plöntu í sér uppeldispott. Kosturinn við að sá í bakka er að þeir taka minna pláss en ef við sáum í potta strax. Á meðan enn er frost og kuldi verðum við að rækta í íbúðarhúsinu og það er ekki stórt. Þegar hlýnar höfum við plönturnar í gróðurskálanum og notum olíufylltan ofn til að skerpa á hitanum ef þess þarf. Þá er lika freistandi að sá beint í po...

Áningarstaður við Tungufljótið tæra

Mynd
Frá frístundalandi með bústað og ræktunarsvæði á Skyggnissteini er stutt gönguleið að Tungufljóti með einkennilega þungan, seiðandi nið. Bjarnarfell, Bláfell, Haukadalsskógur og Geysir ramma inn villtan, gróskumikinn gróðurinn, þar sem skiptast á gjöfulir lyngmóar, votlendi og blóm á fljótsbakkanum. Þar er gott að hreiðra um sig, fá sér bita og láta engan vita. Dagný og Siggi veita leiðsögn um landið og eitthvað að bíta og brenna ef óskað er. Þau vilja standa vörð um lífríkið við fljótið fyrir fólk, til að sækja orku í frið og ró í fagurri náttúru.

Að vera eða vera ekki á smáræðismörkum

Mynd
Á Skyggnissteini er sjálfsþurftarbúskapur nú aðalatvinnugreinin. Fjölbreyttar afurðir ræktaðar og eldað ofan í heimilisfólk, vini og vandamenn. En ... það er líka tekið á móti gestum, þeim veittur beini og spjallað um þessa heima og geima, t.d. á námskeiði eins og Jurtir og jóga . Allt er þetta undir smáræðismörkum  í anda reglugerðar frá 2012. Þannig styðja gestir "lókal og fair-trade" aukabúgrein framleiðanda sem ekki þarf að leggja í mikinn kostnað meðan umfangið er ekki meira. Iceland Traveller kom í heimsókn með breskt mataráhugafólk. Ætigarður í uppsveitum  í Bændablaðinu 26. ágúst 2017  segir skemmtilega frá þessu öllu.

Vaxið skógi eyðist landið ekki - en hvað með virkjun?

Mynd
Haukadalsskógur blasir við Skyggnissteini handan Tungufljóts í allri sinni dýrð, eftir alger umskipti á einum mannsaldri. Myndin er tekin frá Skyggnissteini. Handan Tungufljóts sést hluti Haukadalsskógar og Bjarnarfell í baksýn. Geysissvæðið á vinstri jaðri. Þegar  óveðursský seinni heimsstyrjaldarinnar voru að hrannast upp var svo komið þegar hvessti að jarðvegurinn þyrlaðist upp úr margra metra þykkum rofabörðum. Íslandsvinurinn Kristian Kirk kom þá til bjargar, keypti landið árið 1938 og gaf Skógrækt ríkisins til skógræktar og landverndar 1940. Kirk þekkti hvernig uppgræðsla hefti landbrot á sendnum ströndum Danmerkur og vissi að vaxið skógi eyðist landið ekki. Það skýtur skökku við að hluta þessa lands Skógræktarinnar hefur verið ráðstafað undir stíflu, lón og veituskurði við virkjun HS Orku. Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Landvernd kærðu  framkvæmdaleyfið  og telja "framkvæmdina vera í algerri andstöðu við ákvæði gjafabréfs Kristian Kirk." Á myndinni...

Og það varð ljós - svolítið bleikt ...

Mynd
Við höldum kertaafgöngum til haga með það að markmiði að endurvinna þá.  Um daginn fannst gamall poki með kertaafgöngum þannig að pokarnir voru orðnir tveir. Þá var ekki til setunnar boðið. Græni froskurinn er með  ágæta lýsingu á því hvernig hægt er að steypa kerti. Kertaafgangarnir voru aðallega ljósir, eitt blátt kerti og svo rauðleit. Það er ekki út af engu sem við þurfum að passa borðin og dúkana þegar við brennum rauð kerti. Rosalega er þetta sterkur litur.