Sá og prikla og sá. Hvar á svo að koma þessu fyrir?
Í janúar eru fræin skoðuð, í febrúar aðeins byrjað að sá. Aukinn kraftur í mars og í apríl fer allt á fullt, allt eftir hvað á við hverja tegund. Í maí og júni er mest sáð beint út. Til að byrja með sáum við í bakka, notum mikið ísbox, tvö saman, götum vel botninn á efra boxinu. Setjum góða gróðurmold í boxið og síðan sáðmold. Vatn í neðra boxið og gefum moldinni tíma til að drekka í sig vatnið. Þegar moldin er orðin vel rök sáum við í hana eftir leiðbeiningum á pakkanum. Leggjum dagblöð eða plast yfir boxin til að halda jöfnum raka á meðan verið er að spíra. Þegar fer að þrengja að plöntunum priklum við þær þ.e. setjum hverja plöntu í sér uppeldispott. Kosturinn við að sá í bakka er að þeir taka minna pláss en ef við sáum í potta strax. Á meðan enn er frost og kuldi verðum við að rækta í íbúðarhúsinu og það er ekki stórt. Þegar hlýnar höfum við plönturnar í gróðurskálanum og notum olíufylltan ofn til að skerpa á hitanum ef þess þarf. Þá er lika freistandi að sá beint í po...