Að sá í 13 stiga frosti
Það er svo margt sem mig langar að gera Hvernig get ég ræktað mikið af grænmeti og haft samt tíma í annað? Getur vetrarsáning hjálpað? Þetta er áskorun Safn af ílátum til að sá í. Plastgeymslukassar eru góðir. Það þarf að bora í þá loftunargöt. Líka í botninn ef það er hætta á að það rigni á kassana. Það er líka hægt að nota allskonar brúsa. Held að reynslan og hugmyndaflugið muni fjölga möguleikum. Ég skar ofan af brúsunum. Byrjaði á að setja vikur, síðan áburðarríka mold, þar ofan á sáðmold. Í þessari lotu 17. janúar 2024 sáði ég fyrir rósakáli, brokkelí, vetrarhvítkáli, rauðkáli, rófum, hnúðakáli, kamillu, hjólkrónu, morgunfrú, skjaldfléttu, spínati, vetrardilli og toppkáli. Blómin eru öll æt eða góð í te. Á listanum mínum eru margar fleiri tegundir sem mig langar að prófa að sá fyrir og hafa í frostinu. Hér er búið að skera brúsann, setja vikur, mold, sáðmold, fræ og snjó. Ég reyndi að hafa moldina aðeins raka áð...