Eitthvað að bíta í
Eitthvað að bíta í Dagný Guðmundsdóttir 2018. Unnið fyrir sýninguna Hjólið ( http://www.hjolid.is) Myndhöggvarafélagið í Reykjavík stóð fyrir sýningunni. Verkið er í opnu rými milli Safamýrar og Háaleitisbrautar, bak við Verslunarmiðstöðina Miðbæ. Eitthvað að bíta í er hraukabeð (hugelkultur) með kryddjurtum og ætum blómum fyrir gesti og gangandi að nýta fyrir næstu máltíð. Við gerð hrauksins var tekin gröf og í hana settir trjábolir, greinar, torf, molta og mold. Þegar massinn byrjar að rotna myndast hiti og það losna næringarefni fyrir plönturnar. Hraukurinn heldur í sér raka og rúmar margar plöntur sem vilja lifa við mismunadi aðstæður. Hraukurinn er á opnu svæði til að fólk geti notið afurðanna. Hann vekur athygli á matvælaframleiðslu sem næst neytandanum, bæði við íbúðir og í almannarými. Þegar kominn er góður vöxtur í plönturnar er þér velkomið að tína upp í þig eða fá þér fyrir næstu máltíð. Verði þér að g...