Færslur

Sýnir færslur frá september, 2018

Engar vampírur hér - nóg af hvítlauk

Mynd
Stór hluti af hvítlauksuppskerunni 2018 Þessir laukar voru settir niður um mánaðamótin sept/okt 2017: Nokkrir stórir og fínir lífrænir ítalskir laukar keyptir í Frú Laugu, aðeins stórir og fínir geirar notaðir. Trúlega um 80 geirar. Topadrome.  Þrír franskir laukar, ekki stórir. 18 frekar stórir og fallegir geirar. Therador.  Tveir franskir laukar. 24 misstórir geirar sem litu ágætlega út. Unikat. Tveir grískir laukar. 24 frekar litlir geirar, misfallegir, margir ágætir. Germidour 2 franskir laukar. 9 stórir geirar. Messidor  Einn franskur laukur, fimm stórir geirar. Thermidrome  Tveir franskir laukar, 17 misstórir, margir mjög stórir geirar sem þola mikið frost. Laukurinn hefur verið tekinn upp í nokkrum áföngum og enn er eitthvað eftir í görðunum. Margir laukarnir eru frekar litlir. Kannski er það tíðarfarið. Frost lengi í jörðu. Örfáir sólardagar fram í ágúst en nóg af rigningu. Ítalski laukurinn frá Frú Laugu kom einna best út. ...