Röð viðburða - tengsl vistræktar og menningar
Jurtir og myndlist 21. júlí Karlotta Blöndal og Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og tónlist 28. júlí Pétur Eggertsson og Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og jóga 11. ágúst Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir og Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og vinnsla 25. ágúst Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og myndlist Karlotta Blöndal karlottablondal.net og Dagný Guðmundsdóttir Karlotta Blöndal er myndlistarkona sem hefur unnið umhvefisverk og gjörninga. Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr). Þér er boðið til okkar laugardaginn 21. júlí að fræðast og njóta myndlistar og náttúru. Karlotta mun fara með ykkur í myndlistarferðalag um land Skyggnissteins. Dagný sýnir ræktunina, segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir- og ræktaðar. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum o...