Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2018

Baráttan um berin

Mynd
Á Skyggnissteini eru margir berjarunnar. Nokkrar tegundir af sólberjum, rifsberjum, hlíðaramal, stikilsberjum, h askap, hindberjum, jarðarberjum úti og í óupphituðu gróðurhúsi, vínber, hindber og amerísk bláber. Það er ágæt uppskera af berjunum sem eru inni, þó við þurfum oft að reka út fugla. Það hefur oft verið litið eftir á runnunum úti efir að fuglarnir eru búnir að fá sitt áður en þau þroskast almennilega. Ég hef alltaf dáðst að fuglum. Mér er samt ekki eins hlýtt til sumra þeirra og áður. Það er allt fullt af berjum hér allt í kring og það virðist ekki vera hægt að semja við þá um jöfn skipti á þeim sem við erum að rækta. Við höfum prófað að hengja í runnana geisladiska og álpappír. Gert misheppnaða fuglahræðu. En ekkert gengur. Nú er verið að gera eina tilraun enn til að setja net fyrir hlíðaramallinn. Enn er eitthvað smá eftir af sólberjum og rifsberjum. Þannig að við erum byrjuð að taka þau inn þó þau séu illa þroskuð í von um að þau þroskist  áfram....