Færslur

Ull til margra hluta nytsamleg

Mynd
Ull er hlý, umvefjandi og loftar vel. Á Skyggnissteini getur orðið mjög kalt og ekki alltaf snjór til að hlífa gróðrinum. Við ákváðum að prófa að nota úrkastsullarreyfi til að verja plönturnar. Undir ullinni eru kryddjurtir, oregano, tímían o.fl. Það verður forvitnilegt að vita hvernig kryddið kemur undan reyfinu. Enn höfum við ekki fengið epli. Hvaða áhrif ætli það hafi að setja ull yfir ræturnar? Viðkvæmu rósirnar fengu lika ull en ekki heilt reyfi. Það er forvitnilegt að sjá hvernig hvítlauknum vegnar hér undir. Á vinstri myndinni er ull yfir lauknum en hey og síðan gróðurplast yfir lauknum á hægri myndinni. Í bókinni Självhushållning på Djupadal eftir Marie & Gustav Mandelmann sáum við að þau höfðu sett ullarreyfi í göngustíga á milli beða.

Engar vampírur hér - nóg af hvítlauk

Mynd
Stór hluti af hvítlauksuppskerunni 2018 Þessir laukar voru settir niður um mánaðamótin sept/okt 2017: Nokkrir stórir og fínir lífrænir ítalskir laukar keyptir í Frú Laugu, aðeins stórir og fínir geirar notaðir. Trúlega um 80 geirar. Topadrome.  Þrír franskir laukar, ekki stórir. 18 frekar stórir og fallegir geirar. Therador.  Tveir franskir laukar. 24 misstórir geirar sem litu ágætlega út. Unikat. Tveir grískir laukar. 24 frekar litlir geirar, misfallegir, margir ágætir. Germidour 2 franskir laukar. 9 stórir geirar. Messidor  Einn franskur laukur, fimm stórir geirar. Thermidrome  Tveir franskir laukar, 17 misstórir, margir mjög stórir geirar sem þola mikið frost. Laukurinn hefur verið tekinn upp í nokkrum áföngum og enn er eitthvað eftir í görðunum. Margir laukarnir eru frekar litlir. Kannski er það tíðarfarið. Frost lengi í jörðu. Örfáir sólardagar fram í ágúst en nóg af rigningu. Ítalski laukurinn frá Frú Laugu kom einna best út. ...

Baráttan um berin

Mynd
Á Skyggnissteini eru margir berjarunnar. Nokkrar tegundir af sólberjum, rifsberjum, hlíðaramal, stikilsberjum, h askap, hindberjum, jarðarberjum úti og í óupphituðu gróðurhúsi, vínber, hindber og amerísk bláber. Það er ágæt uppskera af berjunum sem eru inni, þó við þurfum oft að reka út fugla. Það hefur oft verið litið eftir á runnunum úti efir að fuglarnir eru búnir að fá sitt áður en þau þroskast almennilega. Ég hef alltaf dáðst að fuglum. Mér er samt ekki eins hlýtt til sumra þeirra og áður. Það er allt fullt af berjum hér allt í kring og það virðist ekki vera hægt að semja við þá um jöfn skipti á þeim sem við erum að rækta. Við höfum prófað að hengja í runnana geisladiska og álpappír. Gert misheppnaða fuglahræðu. En ekkert gengur. Nú er verið að gera eina tilraun enn til að setja net fyrir hlíðaramallinn. Enn er eitthvað smá eftir af sólberjum og rifsberjum. Þannig að við erum byrjuð að taka þau inn þó þau séu illa þroskuð í von um að þau þroskist  áfram....

Röð viðburða - tengsl vistræktar og menningar

Mynd
Jurtir og myndlist 21. júlí    Karlotta Blöndal og Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og tónlist     28. júlí    Pétur Eggertsson og Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og jóga        11. ágúst  Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir og Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og vinnsla   25. ágúst  Dagný Guðmundsdóttir Jurtir og myndlist Karlotta Blöndal karlottablondal.net og Dagný Guðmundsdóttir Karlotta Blöndal er myndlistarkona sem hefur unnið umhvefisverk og gjörninga. Dagný Guðmundsdóttir og maður hennar Sigurður Jónsson búa á Skyggnissteini nyrst í Tungunum en líf þeirra gengur út á fjölbreytta ræktun í anda vistræktar (permakúltúr). Þér er boðið til okkar laugardaginn 21. júlí að fræðast og njóta myndlistar og náttúru.  Karlotta mun fara með ykkur í myndlistarferðalag um land Skyggnissteins. Dagný sýnir ræktunina, segir frá hvernig hún nýtir villtar jurtir- og ræktaðar. Gestir fá góða máltíð beint úr garðinum o...

Grenisprotar namm

Mynd
Eitt vorið komu í heimsókn fjölskyldur frá Noregi og Kanada sem báðar spurðu hvort við notuðum ekki grenisprotana. Við höfðum aldrei heyrt um það.  Í fyrra var lögð sérstök áhersla á tilraunir með grenisprota. Googluðum Spruce tips. Fundum endalausar uppskriftir. Það þarf að taka sprotana þegar þeir eru litlir og ljósir. Einhvers staðar stóð að maður ætti að ganga um og smakka sig áfram.  Ef þeir eru góðir þá notar þú þá. Þeir hafa ferskt, sætt sítrónubragð. Að sjálfsögðu þarf að huga að því að þetta eru vaxtarsprotar og hefur áhrif á vöxtinn. Sprotarnir eru góðir á salat. Fínir í alls konar eftirrétti, te, síróp, edik, salt og margt fleira. Það er lika sagt að þeir séu hollir. Aðgengilegt c vitamín snemma á vorin. Um að gera að leita að uppskriftum og prófa sig áfram.

Þegar hænurnar gerðu uppreisn

Mynd
Ein hænan vildi liggja á, en við vildum ekki leyfa henni að unga út. Við opnuðum hliðina á varphólfinu og sögðum: Farðu út! Í fyrsta skiptið var ýtt smá við henni en í næstu skipti þurfti bara að opna og segja henni að fara út. Í hvert skipti sem þetta var gert trylltist hún, öskraði og öskraði. Haninn kom hlaupandi og allar hænurnar á eftir honum, allt í uppnámi. Loks gafst hún upp. Svo hættu að koma egg eða þeim fækkaði mikið. Það er vor og þær frjálsar úti, varpið ætti ekki að minnka núna. Okkur grunaði að þær væru farnar að verpa úti, við leituðum mikið án árangurs. Í   dag átti að snúa í safnkassanum. Þá blöstu eggin við. Það var gert aldurspróf á eggjunum. Þau sett í kalt vatn og sjá - þau flutu ekki og það þýðir að þau eru heil. Það hefur verið kalt undanfarið en ekki frosið í safnkassanum. Þannig að nú eru komin 18 egg í ísskápinn. Gæða bakstur er með leiðbeiningar um hvernig hægt er að sjá hvað egg eru gömul og hvort þau eru skemmd.

Vatnið soðið - best að fara út og sækja aspasinn

Mynd
Heyrst hefur að það eigi helst að vera búið að setja vatnið í suðu þegar aspasinn er skorinn. Þannig er hann bestur. Við erum búin að borða fyrsta aspas vorsins á Skyggnissteini. Hann var góður. Í fyrra fengum við aspas aftur og aftur. Það væri gott að eiga fleiri plöntur þannig að við fengum meira magn í einu. Höfum ekki farið út í að sá fyrir aspas og það hefur gengið illa að kaupa nýjar rætur. Af hverju er ekki almennileg aspasframleiðsla á Íslandi? Þetta er ferskvara sem þolir illa geymslu. Við erum með okkar í óupphituðu gróðurhúsi. Vilmundur Hansen skrifaði grein um aspas í Bændablaðið 27. apríl 2018.