Færslur

Sýnir færslur í flokknum matarsódi

Lifðu í lukku í hreinni krukku

Mynd
Við notum margar og margs konar krukkur. Það er dýrt að kaupa nýjar en sem betur fer er fólk mjög viljugt að gefa okkur notaðar krukkur. Mörgum finnst leiðinlegt að henda góðum krukkum. Það er eins og í hugum fólks séu glerkrukkur verðmætari en aðrar umbúðir. En rosalega tekur oft mikinn tíma að þrífa miðana af og það er ekki það skemmtilegasta sem við gerum. Það sem verra er, að oft er verið að gera það á aðal niðursuðutímanum og nóg annað að gera. Heyrði viðtal við konu þar sem kom fram hvað hún hefði hreinsað mörg hundruð krukkur einn veturinn. Auðvitað er þetta vetrarvinna! Nú er stefnan að taka miðana af öllum krukkunum fyrir vorið. Hreinsað með olíu og matarsóda. Aðferðin sem hefur reynst góð til að taka af miða, er að nota blöndu af matarsóda og olíu. Fyrst liggja krukkurnar í vatni og það mesta af miðanum er skafið af. Síðan er matarsóda- og olíumaukinu nuddað á miðaleyfarnar, látið standa þannig og síðan nuddað af. Annars eru miðarnir eins misjafnir og þeir eru marg...