Bogi, Örvar og Litli-Bogi

Gróðurhús lengja ræktunartímann og gefa skjól og hita fyrir gróður sem síður þroskast úti. Ylplast með loftbili dregur úr útfjólubláum geislum, en húsin hitna fljótt ótæpilega, svo loftun þarf að vera ríkuleg og helst sjálfvirk þegar hitinn fer upp fyrir 20 gráður. Hér eru notaðar pumpur fylltar gasi sem þenst út í hita og opnar. Bogi t.h. og Litli-Bogi. Fyrsta gróðurhúsið á Skyggnissteini var samsett úr tilbúnum einingum, álgrind með 3 mm smelltu plasti, svo veigalítið að það þurfti að fergja þegar hvessti og taka plastið úr á veturna. Þetta litla oddhvassa hús fékk nafnið Örvar þegar Bogi kom til sögunnar. Örvar. Bogi . Hálft reisingagengið mátar fyrsta bogann. Bogi . Langbönd leggjast á bogana og á gaflana kemur trégrind. Bogi . Langbönd skrúfuð á eyru á bogunum. Bogi . 10 mm ylplast með loftbili festist á langbönd og botnstykki. Eftir reynsluna af Örvari var Bogi gerður úr vel traustu efni og festur kyrfilega enda hefur hann staði...